Super Duper stokkarnir eru mjög góðir og ég nota þá mjög mikið í talþjálfuninni hjá mér. Erfitt er að nálgast þá hér á landi eftir að Talþjálfun Rvk hætti að selja þá og lítið úrval er hjá abc leikföngum sem selja þetta núna (http://www.abcleikfong.is/)- veit ekki til þess að neinn annar sé að selja Super Duper hér á landi?

Sendingarkostnaður er himinhár ef maður lætur senda sér frá Bandaríkjunum og þá er frábær kostur að geta sótt Super Duper smáforrit í ipadinn sem byggjast á þessum stokkum. Hægt er að fá nokkur þeirra ókeypis og stundum hægt að bæta við einum og einum flokk fyrir smá pening.

Hér er listi yfir það sem þeir hafa að bjóða:

http://www.superduperinc.com/apps/apple.aspx

Ég hef aðeins litið á nokkur þeirra og líst vel á t.d. Let’s name things sem er skemmtilegt til að æfa orðaforða og tjáningu, þá á barnið að nefna ýmislegt, dæmi um verkefni: “nefnum hluti sem þurfa lykil” “nefnum það sem lætur okkur fara að hlæja” “nefnum hluti sem fljúga” o.s.frv. – góðar hugmyndir til að skapa umræður o.fl.

Annað smáforrit frá þeim sem mér líst vel á heitir WH-questions, þar er opið fyrir WHO? spurningarnar og hægt að kaupa önnur spurnarfornöfn (WHAT? WHERE? WHEN? WHY?) fyrir 3,75 dollara hvert. Hægt er að fara í samstæðuspil, fá spurningar, draga spjöld saman og svo er þarna möguleiki sem kallast Decoder en ég hef ekki enn náð að átta mig á hvernig á að nota hann. Dæmi um spurningar: “Hver flýgur geimskipi?”, “hver hjálpar fólki ef það er veikt?””hvað notarðu til að klippa pappír?” “hvað notarðu í rigningu?” o.s.frv.

Möguleikarnir eru því margir og þótt ekki sé hægt að þýða textann og talið á íslensku þá má bara taka hljóðið/talið af og þýða jafnóðum.Image

Stór kostur við þessi smáforrit er að auðvelt er að halda utan um árangur barnsins, í upphafi skráir maður nafn barnsins, svo er ýtt jafnóðum á takka rétt/rangt og forritið skráir árangur barnsins, hægt er að velja tiltekin orð/spurningar til að vinna með hverju sinni. Þetta er frábær möguleiki því oft er erfitt að halda utan um árangur barnsins á meðan spilað er og þetta vill því stundum gleymast – hér er því hægt að sjá framfarir með því að skoða árangur á súluritum jafnóðum. Sjá dæmi um hvernig þetta getur litið út:

Image

Mæli með því að kíkja á Super Duper smáforritin en þar má líka finna sniðug verkefni fyrir enskukennslu t.d., Core Corriculum smáforritin sem hægt er að fá í fríum aðgangi og bæta svo við ef manni líst vel á…

Smáforritin koma ekki í staðinn fyrir stokkana þar sem hægt er að fara í veiðimann, fela myndirnar o.fl. en þetta er frábær viðbót í Super Duper safnið 🙂 

Advertisements