Evrópudagur talþjálfunar er 6.mars ár hvert og í ár er þema dagsins: Málþroskaröskun, lestur og skrift. Evrópufélag talmeinafræðinga CPLOL hvetur félög talmeinafræðinga um alla Evrópu að halda upp á daginn á einhvern hátt, helst með þátttöku sem flestra félagsmanna.

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Þóru Sæunni Úlfsdóttur talmeinafræðing, á bls 16 ef fólk vill kíkja á það. Nemar í talmeinafræði bjuggu til kynningarmyndband í tilefni dagsins þar sem störf talmeinafræðinga eru kynnt – frábært framtak hjá nemunum! Sjá hér: 

Þar sem ég sit föst heima í brjáluðu veðri held ég bara uppá daginn á rafrænan hátt 🙂 

Smá blogg um nýjasta smáforritið sem ég nota í meðferð. Það heitir Sort it out og hægt er að fá tvær útgáfur: Sort It Out 1 og Sort It Out 2.

Smáforritið er stútfullt af orðaforða og kjörið til að æfa yfirheitin, t.d. leikföng, farartæki, ávexti, grænmeti, drykki, kjöt, fisk, brauð, föt, áhöld, ílát, tilfinningar, form o.fl. o.fl. Hægt er að fá ókeypis grunnpakka með nokkrum flokkum en fyrir smá pening er hægt að opna á helling af flokkum í viðbót.

Börnin raða hlutunum í hillur og eiga að nefna hvern hlut þegar þau raða honum. Svo er hægt að ræða saman þegar allir hlutirnir eru komnir í hilluna hvað er líkt með þeim, hvað er ólíkt o.fl. Þá er einnig hægt að æfa sig að telja í hillunum. 

Hér má sjá nánar um smáforritið: 

https://itunes.apple.com/us/app/sort-it-out-1/id501939025?mt=8

 

Image

Advertisements