Hér eru tvö öpp sem ég nota til að vinna með orðaforða heimilisins. Þetta app fann ég á http://www.geekslp.com/, það heitir The House of Learning og er hannað af talmeinafræðingi. Á heimasíðunni má sjá ótal hugmyndir um hvernig er hægt að nota appið og mér líkar ágætlega við það, hef verið að nota það til að gefa fyrirmæli og æfa afstöðuhugtök o.fl.

Hér má sjá kynningu á því: http://www.youtube.com/watch?v=zfCZunyjymk

Það eru nokkrir gallar við þetta app, það er dálítið stirt í notkun og ekki hægt að “taka til” í húsinu (eða ég hef ekki fundið út hvernig það er gert) og því þarf maður að skila öllum hlutunum sem er vesen. Það er ekki sérlega hlýlegt ef hægt er að segja svo, útlitið dálítið vélrænt. Kostirnir eru hvað hægt er að finna marga hluti og breyta persónunum, setja í stellingar, stækka og minnka o.s.frv.

Annað app í svipuðum dúr er My PlayHome og það er ferlega skemmtilegt. Það er mun “hlýlegra” og meira aðlaðandi en appið hér að ofan, hægt er að gera ýmislegt, kveikja á sjónvarpi, græjum, láta persónurnar borða o.fl. o.fl. Stór kostur að hægt er að “taka til” með því að ýta á einn hnapp á forsíðunni.

Helsti gallinn er að ekki er hægt að færa til húsgögn og stækka og minnka persónur, þær halda heldur ekki á matnum þegar þau borða hann svo hann dettur alltaf í gólfið sem fer í taugarnar á sumum börnum 🙂

Ég nota bæði öppin en ef ég ætti að velja annað fram yfir hitt þá myndi ég velja My PlayHome, held það sé líka ódýrara.

Mikill orðaforði þarna inni sem hægt er að ræða, gefa fyrirmæli. Jafnvel væri hægt að plana fyrirfram hvað skal gera og framkvæma það svo. Hægt að setja upp venjulegan dag hjá barni, “hvað gerirðu þegar þú vaknar?”, “hvað gerirðu þegar þú ert búin að bursta tennurnar?” o.s.frv. Endalausir möguleikar 🙂 Mætti alveg bæta ýmsu við en það er mjög fínt eins og það er.

Hér er kynning á því: http://www.youtube.com/watch?v=U1GBBGR1zm8

Hér má finna það í appstore:

https://itunes.apple.com/us/app/my-playhome/id439628153?mt=8

Advertisements