Ég er mjög hrifin af því að nota ipadinn í talþjálfun og krökkunum finnst það mjög skemmtilegt – auðveld og ódýr lausn til að fá fjölbreytni í þjálfunina. Það þarf ekki að sitja hálfan dag og föndra eða eyða miklum peningum í þjálfunarefni sem er af skornum skammti hér á landi.

Nýjasta uppáhaldið mitt heitir First Phrases og er frá Hamaguchi.

1st phrases

Þar er unnið með grunnorðaforða – nafnorð og sagnir, setningamyndun, beygingar o.fl. Hægt er að velja tilteknar sagnir til að vinna með, barnið þarf að mynda setningar útfrá hreyfimynd og setningin er tekin upp – svo er hægt að hlusta á setninguna eftir á. Það er hægt að útfæra þetta á ýmsan hátt og æfa tilteknar setningagerðir. T.d. er hægt að æfa boðhátt og segja “hoppaðu af rúminu”, einnig er hægt að segja “músin ætlar að hoppa af rúminu”, “músin hoppar af rúminu” o.s.frv.

Hér má sjá hvernig höfundar nota smáforritið:

Stór galli er að ekki er hægt að íslenska forritið en til að hægt sé að nota það má taka út textann og tala bara sjálfur.

Smáforritið er mjög stórt og tekur tíma að ná í það. Því er mælt með að vera í góðu netsambandi þegar það er sótt, batteríið þarf einnig að vera fullhlaðið svo niðurhalið mistakist ekki. Smáforritið kostar smá pening en ég myndi segja að það væri alveg þess virði.

Advertisements