Afstöðuhugtök vefjast svo oft fyrir börnum og uppáhalds spilið mitt sem æfir afstöðuhugtök (líka setningamyndun, beygingar og orðaforða) er auðvitað frá Super Duper (en ekki hvað?) og heitir Pigs & Pals. Myndirnar eru svo skemmtilegar og krakkarnir bara verða ekki þreyttir á þessu 🙂 Fer oftast í veiðimann “áttu kött sem er undir stól?” o.s.frv.

pigs and pals

Splæsti svo í smáforrit um daginn sem heitir Preposition Pets sem er minnisspil þar sem afstöðuhugtökin eru æfð, þar er hægt að velja hvaða forsetningar á að vinna með hverju sinni og hversu mörg spjöld birtast á skjánum í einu – auðvelt að aðlaga og ferlega skemmtilegt. Hægt er að taka texta og tal af en samt heyrast önnur hljóð sem er stór kostur því oft er annað hvort hægt að taka hljóð algjörlega af erlendum smáforritum (þá bæði texta og spilahljóðin) eða ekki, mæli hiklaust með þessu smáforriti 🙂

Nánar um forritið:

https://itunes.apple.com/us/app/preposition-pets/id495190148?mt=8

pets

Advertisements