Fékk hugmynd að þessu á leikskóla þar sem var búið að teikna upp bílabraut, litlir kofar voru í alls konar litum og bílar í mismunandi litum líka. Þar var verið að æfa fyrirmæli og litaheitin “keyrðu bláa bílinn inní rauða kofann” o.s.frv. Ég sá svo svipað á einhverju amerísku talmeinafræðibloggi (amerískir talmeinafræðingar eru ofvirkir í blogginu) þar sem áherslan var á framburð, hvert bílastæði var með mynd/orði þar sem tiltekið hljóð var æft. Ég ákvað að prófa að samtvinna þetta og bjó til stórt spjald með bílastæðum og vegi, svo setti ég nokkra staði og hluti í miðjuna.

Þá er hægt að nota þetta í framburðarvinnu, setja myndir af því sem á að vinna með í bílastæðin (framburðarmyndir frá Bryndísi Guðmunds eða Valdísi Guðjóns t.d.). Barnið þarf þá að keyra í stæðin og segja orðin, hægt að nota tening til að segja orðin oftar.

Það er örugglega hægt að gera einhverjar flottari útfærslur og hugsa þetta lengra en þetta er allavega hugmynd 🙂 Jafnvel hægt að vera með marga bíla og láta barnið keyra þá á ákveðna staði “keyrðu í sundlaugina áður en þú keyrir í kirkjuna”

Hér er sýnishorn af þessu:

photo

Advertisements